Um Hagblikk

Hagblikk ehf opnaði 1996 á Smiðjuvegi 4c í Kópavogi.

Hagblikk sérhæfir sig í sölu á hverskonar efni og tækjum til loftræstikerfa og húsbygginga. 

Hagblikk sérhæfir sig í smíði á spíralrörum, innflutningi og sölu á fittings tengdum loftræstikerfum sem og blásurum, brunalokum og fleiru. Einnig höfum við góðann lager af "centrifugal" blásurum , rörablásurum, þakblásurum, hljóðeinangruðum blásurum, loftristum, loftbörkum, samsetningarvinklum, spónarlokur, þakrennur ofl.

Ánægðir viðskiptavinir

Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu. Helstu viðskiptavinir eru blikksmiðir og húsbyggendur. 

Við framleiðum loftrör

Hagblikk hefur yfir að ráða vél sem framleiðir loftrör (spírórör) sem notuð eru sem loftstokkar, steypumót ofl.

Álþakrennur og niðurföll

Við höfum frá upphafi flutt inn ál þakrennur og niðurföll frá norska framleiðandanum Grovik Verk.